Innheimta

TCM Innheimta byggir á áratuga reynslu og hefur fyrirtækið margoft hlotið alþjóðlega viðurkenningu. Við notum tækni sem hefur verið þróuð í alþjóðlegu samstarfi og er viðurkennd víða um heim. Hjá TCM veitum við fruminnheimtu, milliinnheimtu og lögfræðiinnheimtu.

Gjaldskrá okkar byggir á reglum sem staðfestar hafa verið af dómsmálaráðherra og dómstólaráði. Jafnræðis er gætt í hvívetna, ávallt farið að settum reglum og góðir innheimtuhættir hafðir í fyrirrúmi.

I nnheimta skulda er þjónusta við fyrirtæki og fólk sem er nauðsynleg í hverju
samfélagi. Bæði er það mikilvægt fyrir þá sem veita lán, lánveitendur, að
lántakar geti staðið í skilum og ekki síður að lántakar geti greitt af
skuldbindingum sínum á réttum tíma. Vanskil hafa í för með sér tap fyrirtækja
sem leiðir til hærri vaxta og vöruverðs og þannig aukin útgjöld almennings.
Vanskil hafa einnig í för með sér bein viðbótarútgjöld og leiðindi fyrir lántaka.
Innheimtuþjónusta TCM leggur áherslu á að halda kostnaði fyrirtækja, stofnana
og einstaklinga í lágmarki vegna vanskila og stuðla að samfélagslegum ávinningi
með greiðari og betri skilum fjármuna milli fólks og fyrirtækja.

Markmið

Okkar ímynd er góð þjónusta. Markmiðið er farsæl lausn mála fyrir alla málsaðila þannig að lánveitandi fái það sem honum ber og lántaka sé gert kleift að standa í skilum. Öllu skiptir að farið sé eftir lögum og reglum. Við vitum af áralangri reynslu að innheimtuþjónusta þar sem góðir innheimtuhættir eru hafðir í heiðri skila bestum árangri.

Það er góð tilfinning að greiða síðustu afborgun vanskilaskuldar og það er okkar hlutverk og ánægja að stuðla að því.

Innheimtuþjónusta

Fruminnheimta
felur í sér þá þjónustu að við tökum við reikningum rafrænt og sendum út til viðskiptavina kröfuhafa og fylgjum innheimtunni eftir frá upphafi.

Með Millinnheimtu er átt við að send eru út bréf með viðvörun um að skuld sé komin á eindaga og ef því er ekki sinnt eru send út áminningarbréf og önnur eftirfylgni eftir að krafa fellur í eindaga.

Lögfræðiinnheimta felur í sér innheimtu fyrir dómstólum og hjá sýslumannsembættum og þurfa þurfa þá lögmenn fyrirtækisins að koma að málinu. Við leysum langflest mál með sátt og náum með því markmiði okkar að tryggja hagsmuni jafnt lánveitanda sem lántaka.

Ráðgjöf

Innheimtuþjónusta TCM er til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar. Við veitum almenna ráðgjöf um innheimtur og fyrirkomulag innheimtu. Einnig ráðleggjum við viðskiptamönnum í einstaka málum til dæmis ef um háar fjárhæðir er að ræða, eða óvissa er um greiðslugetu lánataka.

Þá höldum við námskeið um innheimtur og innheimtustarfsemi, góða innheimtuhætti og almenn skuldaskil fyrir viðskiptamenn okkar.

Lántakar – innheimtubréf - stefna

Ef þú hefur fengið bréf eða stefnu frá okkur hafðu þá samband við okkur strax. Þú nærð í okkur í síma 5527500 og í tölvupóstfang tcm@tcm.is . Ef þú hefur engar spurningar en vilt semja um greiðslur eða skipta greiðslum sendu okkur þá tölvupóst með tillögu að greiðsludreifingu.

Því fyrr sem þú hefur samband, því auðveldar verður að leysa farsællega úr málum.

Erlendar innheimtur

TCM Innheimta starfar með leiðandi innheimtufyrirtækjum í heiminum á sviði alþjóðlegrar innheimtu. Fyrirtækið hefur verið aðili að TCM Group International frá árinu 2002 og Sigurbjörn Þorbergsson hæstaréttarlögmaður hefur setið í stjórn TCM Group um árabil og var forstjóri samsteypunnar árin 2010-2015.

Innheimta í útlöndum er einfalt mál fyrir okkur og við þjónustum fjölmörg fyrirtæki og opinberar stofnanir sem þurfa að innheimta kröfur í útlöndum.

Námslán - lántakar

Viðskiptavinum okkar sem skulda Menntasjóði námsmanna bjóðum við hagstæðar lausnir vegna vanskilanna. Mögulegt er að setja uppsöfnuð vanskil á skuldabréf og koma námslánum í skil með þeim hætti.

Ekki hika við að hafa samband við TCM Innheimtu og þjónustufulltrúar okkar finna lausn mála með þér.

Gjaldskrá

Þóknun fyrir milliinnheimtu (verð án VSK) samkvæmt reglugerð 37/2009


Innheimtuviðvörun kr. 950

Milliinnheimtubréf

 1. Milliinnheimtubréf kröfuaðila eða innheimtuaðila, m.a. lögmanna:
  • 2a Höfuðstóll kröfu til og með 2.999 kr. 1.300
  • 2b Höfuðstóll kröfu 3.000 til og með 10.499 kr. 2.100
  • 2c Höfuðstóll kröfu 10.500 til og með 84.999 kr. 3.700
  • 2d Höfuðstóll kröfu 85.000 kr. og yfir 5.900
 2. Fyrsta ítrekun milliinnheimtubréfs (sama gjald og í 2 a-d)
 3. Önnur ítrekun milliinnheimtubréfs (sama gjald og í 2 a-d)
 4. Eitt símtal í milliinnheimtu 700,
 5. Gerð skriflegs samkomulags um greiðslu kröfu kr. 2.900

Löginnheimta fram að málsókn (verð án VSK) byggir á leiðbeinandi reglum dómsmálaráðherra frá 26 apríl 2013 uppfært til launavísitölu í mars 2023.

Grunngjald kr. 12.100 að viðbættu:

 • 25 % af fyrstu 101.000
 • 10 % af næstu 402.900
 • 5 % af næstu 4.028.600
 • 2 % af því sem umfram er.
 • Sameining margra mála í eitt t.d. vegna gjaldfellingar kr. 35.600
 • Ritun greiðsluáskorunar og réttarfarslegra beiðna kr. 12.100
 • Endurgjald fyrir frestun án mætingar kr. 2.100
 • Endurgjald fyrir fyrsta mót kr. 20.200
 • Endurgjald fyrir síðari mót vegna sama máls kr. 12.100
 •  
 • Við þóknun lögmanns bætist VSK og útlögð réttargjöld í ríkissjóð.

Innheimta fyrir dómstólum og stefndi heldur ekki uppi vörnum:

Höfð er hliðsjón af tilkynningu dómstólaráðs nr. 1/2021.

 • a. Einfalt innheimtumál
  36.000 (44.640 m/vsk) – 95.000 (117.800 m/vsk) krónur
  Miðað er við að mál sé einfalt að gerð. Í þennan flokk falla að jafnaði
  kröfur samkvæmt einfaldri skuldaviðurkenningu, víxli, tékka, reikningi eða reikningsyfirliti.
 • b. Viðameiri innheimtumál

  110.000 (136.400 m/vsk) – 145.000 (179.800 m/vsk) krónur
  Miðað er við að mál taki til viðameiri lögfræðilegra álitaefna en mál
  samkvæmt staflið a. Undir þennan lið falla námslán en einnig geta fallið hér undir mál þar sem krafist er staðfestingar á veðrétti.
 • c. Umfangsmikil gagnaöflun í máli og viðameiri lögfræðileg álitaefni
  190.000 (235.600 m/vsk) – 480.000 (595.200 m/vsk) krónur.

Kostnaður vegna sérstakra úrræða:

 • a. Fyrir gerð vanskilaskuldabréfs kr. 47.864 m/vsk.
 • b. Fyrir gerð endurnýjaðs greiðsluloforðs kr. 47.864 m/vsk.

Miðað er við að um sé að ræða mál þar sem veruleg gagnaöflun hefur farið fram og flókin lögfræðileg álitaefni.

Séu mál enn stærri í sniðum hvað varðar lögfræðileg álitaefni og hagsmuni er heimilt að ákveða málskostnað hærri fjárhæðar en að framan greinir, allt eftir vinnuframlagi og umfangi máls.

Verð eru tilgreind með og án VSK sem leggst við málskostnað ef kröfuhafi er ekki virðisaukaskattskyldur og að auki bætist við allur útlagður kostnaður vegna stefnubirtinga, móta og gjalda í ríkissjóð.

Hafið samband

Ekki hika við að hafa samband við TCM Innheimtu og þjónustufulltrúar okkar finna lausn mála með þér.